Gangmyllan
  • Fréttir
  • Gangmyllan - ræktun
  • Söluhross
  • Reiðkennsla
  • Bergur og Olil
  • Gangmyllan
  • Hafa samband
  • Syðri-Gegnishólar
  • Gamlar myndir
  • Greinar
  • Panta undir stóðhest

Draumadís

Details
Created: 06 July 2009

Fyrir nokkru átti hryssan Draumadís sitt fyrsta folald,  faðir þess er Kraflar frá Ketilsstöðum. Einn daginn þegar ég  fór til að skoða folaldið var Draumadís ekki á því að sýna mér það og var hin styggasta. Folalðið hafði heilmikið fyrir því að fylgja móður sinni,en ég náði þó þessum myndum af þeim. Draumadís er sammæðra Álfadísi og undan Topp frá Eyjólfsstöðum.   

 draumadis.09.40  draumadis_42
 draumadis_46









 draumadis

  

Heilladís

Details
Created: 23 June 2009

Við vorum að leika okkur með myndavélinni fyrir nokkrum dögum og tókum nokkrar myndir af Heilladísi Suðradóttir en hún er undan Álfadísi frá Selfossi og er 4 vetra gömul. Heilladís er há og léttbyggð alhliðahryssa með mikið skeið, en ég er ekki farin að eiga við það enn. Hún er viljug og mikill persónuleiki, svona hross sem mann hlakkar til að fara á bak á og sem maður stoppar alltaf til að strjúka og tala við í stíunni, hún bara er þannig. Markmið ársins er að sýna hana i kynbótadóm á síðsumarsýningu á Hellu. Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir af henni en ég get ekki ákveðið mig hverjum hún líkist mest, þau Álfadís, Suðri, Orri og stundum Adam poppa upp til skiptis.

heillads_2   heillads
 016  017
 027  024





 








 

 



 







 

 

 



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Read more: Heilladís

Endaði vel á Hellu

Details
Created: 19 June 2009

Siðastliðin sunnudag var yfirlitssýning á Hellu. Flugnir Andvarason og Framkvæmdar hækkaði sig um hálfan fyrir tölt og skeið, fékk 8,5  fyrir tölt og 9,0 fyrir skeið, hann endaði samtals í 8,11. Hann er flugvakur eins og ættin og hafði ekki mikið fyrir þvi. Hugur Hróðsson hækkaði sig um heilan fyrir skeið, hljómar vel en fór úr 5,0 í 6,0 og endaði í 7,93. Hugur er undan Ör Kjarvalsdóttur, en hún er dóttir Framkvæmdar. Vestri Suðrason og Vöku frá Hellubæ hækkaði um hálfan fyrir tölt og endaði í 8,04. Brimnir Álfasteinsson var efsti fjögurra vetra stóðhesturinn með 8,33.

Hvati Gustsson sem er 5 vetra, hækkaði um hálfan fyrir skeið úr 7,5 i 8,0 samtals 8,18, en við teljum að eins og er eigi hann mikið inni bæði á skeiði og stökki, erum ekki alveg að skilja það. Ljóni Álfasteinsson og Ljónslappar stóð i stað með 8,26. 

brimnir09_20brimnir09_18 

Hugur

Details
Created: 12 June 2009

Hugur frá Ketilsstöðum var einnig sýndur í gær, hann er 4 vetra undan Ör Framkvæmdardóttir og Hróði frá Refsstöðum. Hann fékk fyrir sköpulag 8,02, hæfileika 7,73 og aðaleink. 7,84. Hugur er mikill ganghestur en í gær var hann alls ekki í skeiðgírnum og fékk ekkert fyrir skeið, við vonum að það standi til bóta í yfirlitinu.hugur

Flugnir

Details
Created: 12 June 2009
flugnirFlugnir er 4 vetra hestur undan Andvara frá Ey og Fræmkvæmd frá Ketilsstöðum, hann er m.a sammæðra Djörfungu Álfasteinsdóttir sem var hæðsta 4 vetra hæfileikahryssan á Landsmótinu i fyrra. Flugnir fékk fyrir byggingu 8,06 , hæfileika 7,94 og í aðaleinkunn fékk hann 7,99. Han er mikill ganghestur sem við væntum mikils af í framtíðinni. Hann fékk m.a 8,5 fyrir skeið en systur hans tvær eru með 9,5 fyrir skeið og amma hans er Hugmynd frá Ketilsstöðum sem margir muna eftir frá þvi Landsmótinu 1990 er hún skeiðaði svo eftirminnilega í úrslitakepninni í A flokk.

 

 

 flugnir_hella09_21

Góður dagur á Hellu

Details
Created: 12 June 2009
ljooniÍ gær fórum við með þrjá stóðhesta frá okkur í dóm, þá Ljóna, Hug og Flugni, allir frá Ketilsstöðum. Ljóni sem er 5 vetra var dæmdur í fyrra, hækkaði sig mikið og fékk fyrir byggingu 8,19 , hæfileika 8,30 og samtals 8,26. Það var mikill léttir þar sem sýningin tókst illa í fyrra en núna var hann sýndur af öryggi og kom mjög vel fyrir.

ljonsi

Ljóni fer í dóm á morgun

Details
Created: 10 June 2009
ljni_08_06_09Ljóni frá Ketilsstöðum, 5 vetra sonur Álfasteins frá Selfossi og Ljónslappar frá Ketilsstöðum fer i kynbótadóm á Hellu á morgun. Hann er náskyldur Brimni frá Ketilsstöðum þvi auk þess að vera undan sama hesti eru mæður þeirra báðar undan Snekkju frá Ketilsstöðum. Myndin af Ljóna var tekin við þjálfun á vellinum á Selfossi fyrir nokkrum dögum.

Hvati í finan dóm

Details
Created: 10 June 2009

hvati_hella99_8Hvati frá Ketilsstöðum var sýndur i kynbótadóm i gær og fékk 8,14 i aðaleinkunn. Hann er 5 vetra undan Gusti frá Hóli og Hefð frá Ketilsstöðum. Þjálfunin hefur tekist vel i vetur þrátt fyrir alvarlegt slys sem hann varð fyrir á siðastliðnu sumri og átti i fram á vetur.  Yfirlitið er eftir og vonumst við til að takist betur upp með stökk og skeið, þar sem við teljum að hann eigi töluvert inni. 

Spennandi tímar

Details
Created: 10 June 2009

Það verður spennandi að sjá hvernig þjálfunin hjá úrvalinu þróast í sumar.  austantt09_6

 

Svona er ræktunin!

Details
Created: 06 June 2009
Austanátt Bergur tekur Austanátt til kostanna.

Á fimmtudaginn fórum við með brúna 4 vetra hryssu í dóm sem heitir Austanátt. Hún er undan Oddrúnu frá Ketilsstöðum og Suðra frá Holtsmúla.

Þótti nú sumum Bergur tefla djarft þar sem hann leiddi klárhryssuna undir "manndrápsbrokkarann" eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri kallar það.

Þar sem Bergi finnst ægilega  gaman að ríða skeið og Austanátt veit ekkert um sitt upphaf gerði hún sér lítið fyrir og skeiðaði upp á 8,0. Sei sei, svona er þetta bara...

Samber á förum til Sviss

Details
Created: 05 June 2009
samberSamber frá Miðsitju. Knapi Mara Daniella Staubli.

Samber frá Ásbrú er undan Sömbu frá Miðsitju, sem var efsta hryssa á LM2002 í fjögurra vetra flokki, og Gauta frá Reykjavík. Samber er hefur verið seldur til Sviss og er hinn nýji eigandi hestsins Mara Daniella Staubli. Hún hefur starfað hér hjá okkur Syðri-Gegnishólum í vetur. Stefnt verður að þvi að keppa á Samber í tölti og í fjórgangi og finnst okkur framtíðin vera björt í þeim efnum.

Samber og Mara tóku þátt í sinni fyrstu keppni á nýafstöðnu Reykjavíkurmeistaramóti. Eftir forkeppnina voru þau efst í tölti og í fimmta til sjöunda sæti í fjórgangi.

Vegna þess að Samber er aðeins 6 vetra var ákveðið að ríða aðeins ein úrslit og töltúrslitin urðu fyrir valinu.  Höfnuðu þau í fjórða sæti og vorum við bara mjög sátt við það  þó að aldrei sé gaman að detta niður i úrslitum.

Samber verður til afnota hér í Syðri-Gegnishólum í sumar áður en hann fer til Sviss í haust.  Þetta er síðasta tækifærið að nota þennan vel ættaða, næma og skemmtilega töltara. Til að panta undir Samber er hægt að hringja í Möru í síma 844 7264, Olil í síma 897 2935 eða Berg í síma 895 4417.

Read more: Samber á förum til Sviss

Álffinnur fær Ketilsstaðamerarnar i sumar

Details
Created: 04 June 2009
hrin9047
hrin8983

Álffinnur er tveggja vetra foli undan Álfadísi frá Selfossi og Orra frá Þúfu. Í sumar verður hann hér heima í Syðri-Gegnishólum þar sem við ætlum að nota hann að mestu leiti sjálf. Mikið hefur verið pantað undir Álffinn í sumar og er löngu orðið fullt hjá honum.

Næsta sumar veður hægt að koma með hryssur undir Álffinn og verður hann þá vonandi hjá Helgu og Valmundi í Flagbjarnarholti. Hér um daginn kom Axel Jón Birgisson ljósmyndari í heimsókn og tók nokkrar myndir af honum.

Brimnir í góðan dóm

Details
Created: 03 June 2009
brimnir09_15Brimnir frá Ketilsstöðum. Knapi Bergur Jónsson.

Brimnir frá Ketilsstöðum var sýndur á Gaddstaðaflötum í dag. Brimnir er 4 vetra efnilegur stóðhestur. Móðir hans er Vakning frá Ketilsstöðum og faðir hans er Álfasteinn frá Selfossi. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,28 og fyrir hæfileika samtals 8,37 og í aðaleinkunn alls 8,33.

Sjá heildardóm og myndir í "lesa meira."

Read more: Brimnir í góðan dóm

Nokkur skot frá Syðri-Gegnishólum

Details
Created: 03 June 2009
hrin8692.jpg hrin8629.jpg
hrin8597.jpg hrin9122.jpg

Vakar frá Ketilsstöðum í dóm

Details
Created: 29 May 2009
hrin9292 Vakar frá Ketilsstöðum og Olil Amble. Myndin er tekin af þeim 16. maí sl.MYND/AXEL JÓN

Vakar var einnig sýndur í dag og fékk hann 8,19 í aðaleinkunn, þar af 8,28 fyrir sköpulag og 8,13 fyrir hæfileika sem er töluverð hækkun frá því í fyrra.

Vakar er undan heiðursverðlaunahryssunni  Vakningu frá Ketilsstöðum og Brjáni frá Reykjavík sem er meðal annars þýskur meistari í fjórgangi.

 

 

 

Read more: Vakar frá Ketilsstöðum í dóm

Gandálfur frá Selfossi í dóm

Details
Created: 28 May 2009
gandalfur5 Gandálfur frá Selfossi. Knapi Bergur Jónsson.

Gandálfur var sýndur í Hafnafirði í dag. Fékk hann 8,0 í byggingardóm og 8,31 fyrir hæfileika sem gerir í aðaleinkunn 8,19.  Gandálfur er fimm vetra, sonur Álfadísar og Gusts frá Hóli. Þjálfun hefur gengið erfiðlega í vetur vegna þráðláts múkks og bóghelti þannig að miðað við aðstæður erum við ánægð með þennan áfanga.

 

Read more: Gandálfur frá Selfossi í dóm

Álfadís köstuð

Details
Created: 21 May 2009
img_2670
Gæðingamóðirin Álfadís kastaði í morgun rauðblésóttu hestfolaldi. Hið nýfædda folald er undan Keili og er albróðir stóðhestsins Álfasteins frá Selfossi.

Gerð fótafjalarinnar

Details
Created: 07 April 2009

18Gerð og útlit fótafjalarinnar.

Eftir þó nokkra yfirlegu og vangaveltur um gerð fótafjalarinnar ákváðum við að hafa hana með liggjandi hefluðum borðum en ekki krossvið. Að lokinni vinnu við að fúaverja viðinn hófst uppsetning hennar. Gengur það verk vel og samsvara borðin sér skemmtilega á móti límtrénu.

Vélavalsgluggarnir komnir

Details
Created: 03 April 2009
frett25 Á hönnunarstigi reiðhallarinnar vorum við eindregið hvött til þess af ýmsum góðum mönnum að hafa í mæni glugga með loftun eða svokallaðan loftræstimæni. Úr varð að upphaflega mænis glugganum var breytt þannig að hann var styttur og í staðinn komi tveir sjálfstæðir gluggar í endana með loftunareiginleikum. Þessir gluggar koma frá Vélaval. Þeir eru nú komnir á staðinn og verið er að setja þá upp.

Áfram sunnlenskt samstarf

Details
Created: 02 April 2009

20Samið hefur verið við rafmagnsverktaka vegna rafmagnsverkþattar reiðhallarinnar.

Fossraf á Selfossi mun sjá um  alla vinnu og allt efni við rafmagn í reiðhöllinni. Fossrafsmenn eru mættir og byrjaðir á sinni vinnu.

  1. Komið hús
  2. Byrjað á að klæða húsið
  3. Burðarvirkið risið
  4. Annar krani kominn á svæðið
  5. Reising gengur vel

Page 30 of 32

  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32